Farfuglaheimili

Farfuglaheimilið okkar býður upp á samtals 8 fjölbreytt herbergi með 41 rúmum yfir sumarið ásamt svefnpokaplássi fyrir hópa (á dýnum á gólfinu), yfir vetramánuði eru við bara með opið fyrir hópa og eru aðeins færri herbergi í boði.

Við bjóðum upp á gesta eldhús og matsal ásamt því að við leigum út stóran sal fyrir svefnpokapláss, veislur og fundi.

Hostelið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Hostelið er opið frá 13 júní til 15 september, eftir það er það aðeins opið fyrir hópa (10 manns eða fleiri) sem bóka með 2 vikna fyrirvara

Herbergi

 • Tveggja manna herbergi með tveimur rúmum.
 • Fjölskylduherbergi með 160cm rúmi og koju.
 • 4, 6 og 8 manna herbergi með kojum.
 • Stór salur með dýnum á gólfi fyrir stærri hópa.

Aðstaða

 • Sameiginleg baðherbergi með sturtum.
 • Sameiginlegt gesta eldhús og matsalur.
 • Rúmföt eru innifalin.
 • Þvottavél og þurrkari.
 • Þráðlaust net á sameiginlegu svæðunum
 • Gjaldfrjálst bílastæði
 • Pallur
 • Aðaleldhús fyrir stærri hópa (umsamið)
 • Salur sem hægt er að leiga út fyrir fundi, fermingar og svo framvegis.

Reglur

 • Reykingar eru ekki leyfðar í byggingunni
 • Áfengi er stranglega bannað í byggingunni (enda skátaheimili)
 • Yfir vetramánuði leyfum við bara hópabókanir (10 manns eða fleiri) og við viljum fá þær með ágætum fyrirvara
 • Öll verðmæti eru á eigin ábyrgð, en við erum með læst herbergi.
 • Allar skemmdir á eign Lava Hostels eru greiddar af leiguaðilanum og þjófnaður er kærður til lögreglu.
 • 7 daga afbókunartími

Þjónusta

 • Morgunverðar og hádegisverða pakkar eru í boði fyrir hópa ef það er bókað fyrirfram.
 • Sambrjótanlegt ungbarnarúm er í boði ef það er beðið um það.
 • Hægt er að leiga sal fyrir fundi og viðburði fyrir aukagjald.

Bóka herbergi

Þú getur bókað herbergi í gegnum Booking.com yfir sumarið með 1 dags fyrivara, hópar geta bókað allt árið í kring í gegnum info@lavahostel.is.