
Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September.
Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inná Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.
Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.
Aðstaða
- Klósett
- Sturtur
- Heitt og kalt vatn
- Þvottavél og Þurkari
- Losun á ferðaklósetti
- Uppþvottaraðstaða
- Kolagrill og bekkir
- Rafmagn 1000kr á dag
Verð 2022
- Fullorðinn: 1.800 kr.
- 14 – 17 ára: 1.200 kr.
- Frítt fyrir 13 ára og yngri.
- Rafmagn: 1.000 kr.
Reglur
- Bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði.
- Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.
- Það er hægt að nota rafmagn á svæði C en þið þurfið langa snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B.
- Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu.
- Takmarkið hávaða þannig að þú ónáðir ekki aðra gesti.
- Borgið hverja nótt fyrirfram annars eigið hættu á að missa stæðið.
- Hundar verða að vera í bandi.
- Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði.
- Verðmæti eru á eigin ábyrgð.
- Varðeldar eru ekki leyfðir.
Bókaðu stæði
Allar bókanir þurfa að fara í gegnum Parka.is. Þið fáið leiðbeiningar um hvernig þið komist inn á svæðið í gegnum tölvupóst þegar þið eruð búin að bóka.
Fyrir hópa bókanir hafið þá samband í gegnum info@lavahostel.is

Kort af svæðinu:
