Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er opið frá 1. Maí til 30. September.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inná Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Aðstaða

 • Klósett
 • Sturtur
 • Heitt og kalt vatn
 • Þvottavél og Þurkari
 • Losun á ferðaklósetti
 • Uppþvottaraðstaða
 • Kolagrill og bekkir
 • Rafmagn 1.200 kr. á dag

Verð 2024

 • Tjald: 2.500 kr. (einn fullorðinn innifalið)
 • Bíll eða hýsi: 3.000 kr. (einn fullorðinn innifalið)
 • Auka fullorðinn: (14 ára og eldri): 2.000 kr
 • Frítt fyrir 13 ára og yngri.
 • Rafmagn: 1.200 kr.

Gistináttaskattur er 300 kr á tjald/bíl eða hýsi fyrir hverja nótt.

Reglur

Ferðbúinn ehf. (kt.630293-3329) rekur tjaldsvæðið og ber ábyrgð á afhendingu þeirra þjónustu sem keypt er hér.

 • Aðilar undir 18 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.
 • Takmarkið hávaða þannig að þú ónáðir ekki aðra gesti.
 • Borgið hverja nótt fyrirfram annars eigið hættu á að missa stæðið.
 • Bílar sem ekki er verið að sofa í þurfa að vera lagðir upp á bílastæði.
 • Við bjóðum ekki upp á langtímastæði og er hámarks dvöl 7 dagar.
 • Varðeldar eru bannaðir.
 • Verðmæti eru á eigin ábyrgð.
 • Hundar eiga að vera í bandi.
 • Það má ekki reykja eða elda í aðstöðuhúsinu.
 • Vinsamlegast farið með ruslið upp í sorpgerðið sem er staðsett fyrir ofan aðstöðuhúsið.
 • Ekki keyra inn á svæði A (aðeins tjöld).
 • Þú samþykkir að vera vaktaður með öryggismyndavélum sem eru við innganginn á tjaldsvæðinu og að vera vaktaður með númerplötu skanna sem hleypir bílunum inn um hliðið.
 • Þú samþykkir að leyfa okkur að senda tölvupóst með kvittun og upplýsingum um svæðið.
 • Greiðanda gefst kostur á að afbóka sig allt að 24 tímum fyrir bókaða dagsetningu og fá endurgreidda upphæð að frádregnu 500 kr. skráningargjaldi endurgreitt.
 • Ef dvöl er stytt fæst 50% endurgreiðsla fyrir þær nætur sem ekki eru nýttar. Ef dvöl styttist eftir kl. 13:00, dregst ein nótt frá heildar endurgreiðslu.
 • Gestur tjaldsvæðis þarf að vera með kvittun útprentaða eða vistaða í snjallsíma þegar hann er á svæðinu og geta birt tjaldstæðavörðum við eftirlit á svæðinu.
 • Gestir tjaldsvæðis geta komið sér fyrir eftir kl. 13:00 á svæðinu. Ef aðstæður leyfa geta landverðir gefið heimild til að tjalda fyrir þann tíma.
 • Gestir tjaldsvæðis þurfa að vera búnir að yfirgefa tjaldsvæðið fyrir kl. 11:00. Ef aðstæður leyfa geta landverðir gefið heimild til að seinka brottför.
 • Hámarksfjöldi gesta í hverju stæði er 6 einstaklingar 13 ára eða eldri (börn 12 ára og yngri eru ekki takmarkandi þáttur). Ef um fleiri er að ræða þarf að kaupa stæði til viðbótar.
 • Óheimilt er að framselja bókað stæði.
 • Verð á vörum og þjónustu eru birt með VSK.
 • Bókun þín gætur verið gjaldfærð hvenær sem er eftir að bókun hefur verið staðfest.
 • Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Bókaðu stæði.

Fyrir hópa bókanir hafið þá samband í gegnum info@lavahostel.is

Kort af svæðinu: