Salurinn

Veislusalur Hraunbúa býður upp á spennandi möguleika fyrir minni sem stærri hópa. Fallegt og rólegt umhverfi býður upp á góð tækifæri.

Salurinn tekur um 110 manns í sæti og er tilvalinn fyrir ýmis tilefni s.s. svefnpokapláss, útskriftir, fermingar, skírnarveislur, ráðstefnur, fundi o.fl.

Hægt er að leiga salinn sem svefnpokapláss fyrir hópa, og leigist hann þá með dýnum á gólfinu.

Salurinn er fallegur, með rúmgóðu anddyri og flottri eldhúsaðstöðu. Aðgengi er gott og bjóðum við upp á fallegan borðbúnað ef þess er óskað.

Salurinn leigist út án veitinga og er aldrei leigður út lengur en til miðnættis, áfengi er ekki leyft á staðnum.

Salurinn er leigður út með starfsmanni allan tímann. Starfsmaðurinn er á staðnum til að aðstoða,  m.a. við uppröðun og skreytingar, sinnir eldhúsi, hellir uppá kaffi og sér m.a. um öll þrif og uppvask, en þjónar ekki til borðs.
Gert er ráð fyrir tveim starfsmönnum ef gestafjöldi fer yfir 60 manns.

Salurinn er jafnan afhentur samdægurs.

Bókaðu Salinn

Ef þú villt leiga salinn út sem svefnpokapláss eða með gistingu hafðu þá samband við info@lavahostel.is

Ef þú vilt leiga salinn einn og sér fyrir fundi, veislur eða viðburði hafðu þá samband við salur@hraunbuar.is, meiri upplýsingar eru að finna á https://hraunbuar.is/salurinn/