Íslenska

Farfuglaheimili

Farfuglaheimilið okkar býður upp á samtals 8 fjölbreytt herbergi með 41 rúmum yfir sumarið ásamt svefnpokaplássi fyrir hópa (á dýnum á gólfinu). Yfir vetramánuði eru við bara með opið fyrir hópa og eru því færri herbergi í boði.

Við bjóðum upp á gesta eldhús og matsal ásamt því að við leigum út stóran sal fyrir svefnpokapláss, veislur og fundi.

Hostelið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Hostelið er opið frá 15 maí til 15 september, eftir það er það aðeins opið fyrir hópa (10 manns eða fleiri) sem bóka með 2 vikna fyrirvara

Smelltu hér fyrir meiri upplýsingar.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Smelltu hér fyrir meiri upplýsingar.