
Farfuglaheimilið okkar býður upp á samtals 8 fjölbreytt herbergi með 41 rúmum yfir sumarið ásamt svefnpokaplássi fyrir hópa (á dýnum á gólfinu), yfir vetramánuði eru við bara með opið fyrir hópa og eru aðeins færri herbergi í boði.
Við bjóðum upp á gesta eldhús og matsal ásamt því að við leigum út stóran sal fyrir svefnpokapláss, veislur og fundi.
Hostelið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.
Hostelið er opið frá 15 maí til 15 september, eftir það er það aðeins opið fyrir hópa (10 manns eða fleiri) sem bóka með 2 vikna fyrirvara
Herbergi
- Tveggja manna herbergi með tveimur rúmum.
- Fjölskylduherbergi með 160cm rúmi og koju.
- 6, 8 og 10 manna herbergi með kojum.
- Stór salur með dýnum á gólfi fyrir stærri hópa.




Aðstaða
- Sameiginleg baðherbergi með sturtum.
- Sameiginlegt gesta eldhús og matsalur.
- Rúmföt eru innifalin.
- Þvottavél og þurrkari.
- Þráðlaust net á sameiginlegu svæðunum
- Gjaldfrjálst bílastæði
- Pallur
- Aðaleldhús fyrir stærri hópa (umsamið)
- Salur sem hægt er að leiga út fyrir fundi, fermingar og svo framvegis.
Reglur
- Reykingar eru ekki leyfðar í byggingunni
- Áfengi er stranglega bannað í byggingunni (enda skátaheimili)
- Yfir vetramánuði leyfum við bara hópabókanir (10 manns eða fleiri) og við viljum fá þær með ágætum fyrirvara
- Öll verðmæti eru á eigin ábyrgð, en við erum með læst herbergi.
- Allar skemmdir á eign Lava Hostels eru greiddar af leiguaðilanum og þjófnaður er kærður til lögreglu.
- 3 daga afbókunartími
Þjónusta
- Morgunverðar og hádegisverða pakkar eru í boði fyrir hópa ef það er bókað fyrirfram.
- Sambrjótanlegt ungbarnarúm er í boði ef það er beðið um það.
- Hægt er að leiga sal fyrir fundi og viðburði fyrir aukagjald.